Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

6. desember 2024

Þessi frétt er meira en árs gömul

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Fjallabyggðar vegna hafnarsvæðis, Siglufirði

Skipulagsstofnun staðfesti 5. desember 2024 breytingu á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2020-2032 sem samþykkt var í bæjarráði 30. ágúst 2024.

Í breytingunni felst að lega stofnbrautar færist til, skilgreindar eru gönguleiðir meðfram hafnarsvæðum, afmörkun hafnarsvæða breytist og gerð nýs viðlegukants heimiluð. Þá er nýtt miðsvæði 225M skilgreint aðliggjandi núverandi miðsvæði 214M, þremur nýjum hverfisverndarsvæðum er bætt við og takmörkun vegna efnislosunarsvæðis 234E er felld út.

Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hægt er að nálgast aðalskipulagsbreytinguna í Skipulagsgátt og á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.