Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

10. október 2025

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Dalabyggðar vegna Ólafsdals, verslunar- og þjónustusvæðis VÞ20

Skipulagsstofnun staðfesti, 10. október 2025, breytingu á Aðalskipulagi Dalabyggðar 2020-2032 sem samþykkt var í sveitarstjórn 10. apríl 2025.

Í breytingunni felst að landnotkun í Ólafsdal breytist úr afþreyingar- og ferðamannasvæði AF-10 í verslunar- og þjónustusvæði VÞ-20 fyrir sjósækna afþreyingu. Gert er ráð fyrir byggingu bátanausta og þjónustuhúss. Fjöldi gistirúma er 100 og hámarks byggingarmagn 2.500 m2. Svæðið stækkar um 3 ha og verður 18,3 ha að stærð eftir breytinguna. Ákvæði hverfisverndar HV-7 gildir áfram um svæðið.

Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga.

Hægt er að nálgast aðalskipulagsbreytinguna í Skipulagsgátt og á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.