Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

20. mars 2012

Þessi frétt er meira en árs gömul

Sprenging í Bankastræti

Tilkynnt var um sprengingu í Bankastræti í Reykjavík klukkan 4.46 í morgun. Þegar lögreglan kom á vettvang mátti sjá skemmdir á rúðu skartgripaverslunar í Bankastræti 12. Einhverskonar sprengja hafði verið límd á rúðuna, sem brotnaði en þó ekki í gegn. Engu var stolið úr versluninni. Tveir menn sáust á vettvangi í þann mund sem sprengjan sprakk. Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.