Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

7. maí 2012

Þessi frétt er meira en árs gömul

Sölumaður fíkniefna handtekinn

Karl um þrítugt var handtekinn í austurborginni á föstudag en í bíl hans fundust á annan tug söluskammta af marijúana. Í framhaldinu var leitað á heimili mannsins en þar var að finna um 250 grömm af marijúana til viðbótar og var það allt í söluumbúðum. Maðurinn hefur áður komið við sögu hjá lögreglu.

Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.