Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

24. janúar 2007

Þessi frétt er meira en árs gömul

Sökudólgurinn var rafmagnsrakvél

Lögreglumenn verða að vera við öllu búnir enda verkefnin margvísleg og stundum óvenjuleg. Einu slíku útkalli var sinnt í nótt en þá var farið í íbúð í Reykjavík. Húsráðandi hafði óskað aðstoðar sökum þess að undarleg hljóð bárust frá baðherberginu.

Þegar að var gáð reyndust hljóðin kom frá rafmagnsrakvél sem var í gangi inni í skáp. Lögreglumaður á vettvangi slökkti á vélinni og að því búnu lagðist húsráðandi aftur til svefns, áhyggjulaus.