11. september 2009
11. september 2009
Þessi frétt er meira en árs gömul
Sófaþjófur handtekinn
Karl á þrítugsaldri er nú í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við rannsókn hennar á þjófnaði úr gámi í Reykjavík fyrr í vikunni. Úr honum var stolið fjölmörgum sófasettum en þau eru nú flest eða öll komin í leitirnar. Maðurinn sem um ræðir var handtekinn í gærkvöld ásamt fjórum öðrum mönnum á líkum aldri en þeir síðarnefndu eru allir lausir úr haldi lögreglu.