Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

25. nóvember 2025

Sniðlækningar fyrir hjarta- og æðasjúkdóma og efnaskipta- og nýrnasjúkdóma - nýtt EP PerMed kall

Samfjármögnunin um sniðlækningar (European Partnership for Personalised Medicine, EP PerMed) hefur birt kallið Sniðlækningar fyrir hjarta- og æðasjúkdóma og efnaskipta- og nýrnasjúkdóma (Carmen2026).

Markmið kallsins er að veita styrki til fjölþjóðlegra og nýsköpunardrifinna verkefna á sviði sniðlækninga, þar sem saman koma rannsóknarteymi frá háskólasamfélagi, heilbrigðisþjónustu/lýðheilsu og atvinnulífi. Með þessu er leitast við að efla þekkingu, nýsköpun og samkeppnishæfni Evrópu á þessu mikilvæga sviði.

Um er að ræða tveggja þrepa kall, þar sem fyrst er send inn forumsókn og svo full umsókn á öðru stigi. Umsóknarfrestur á fyrra þrep er 10. febrúar 2026.
Heildarfjárhæð sem úthlutað verður nemur 38 milljónum evra.

Nánar um kallið á vef PerMed

Tímalína og mikilvægar dagsetningar:

25 November 2025

Publication of the call

16 December 2025

Information day

10 February 2026 (14:00, CET)

Deadline for pre-proposal submission

Expected around 05 May 2026

Communication of the results of the pre-proposal assessment and invitation to the full proposal stage

09 June 2026 (14:00, CEST)

Deadline for full proposal submission

Mid/end of August 2026

Rebuttal stage

Expected for October 2026

Communication of the funding decisions to the applicants

End of 2026, beginning of 2027

Expected project start (according to regional/national funding regulations)

Upplýsingafundur um kallið:
Áhugasömum er bent á að þann 16. desember 2025 kl. 19:00–11:00 að íslenskum tíma verður haldinn upplýsingafundur: Skráning og dagskrá upplýsingadags

Leitartæki fyrir samstarfsaðila (Partner search tool):
Ef þú hefur vilt leita að mögulegum samstarfsaðilum geturðu notað sérstakt leitartæki fyrir samstarfsaðila. Þetta verkfæri hjálpar þér að finna möguleika á samstarfi: Opna leitartæki fyrir samstarfsaðila

Frekari upplýsingar:
Ef þú hefur spurningar um formkröfur (eligibility criteria), vinsamlegast hafðu samband við: helga.s.kristjansdottir@rannis.is

Aðrar fyrirspurnir skal senda á:
Monika Frenzel
Phone: +33 01 73 54 83 32
Email: eppermed@agencerecherche.fr