28. desember 2022
28. desember 2022
Þessi frétt er meira en árs gömul
Snarræði varðstjórans
Á tíunda tímanum að morgni annan dags jóla var eldur borinn inn í anddyri lögreglustöðvarinnar við Hverfisgötu í Reykjavík með þeim afleiðingum að eldur kviknaði þar. Varðstjóri á vakt varð strax eldsins var og með snarræði náði hann að slökkva eldinn í anddyrinu með handslökkvitæki. Málið var tilkynnt héraðssaksóknara og fer hann með rannsókn málsins þar sem um er að ræða meinta tilraun til íkveikju og eftir atvikum meint brot gegn valdstjórninni.
Embættið getur ekki veitt frekari upplýsingar um málið þar sem héraðssaksóknari fer með rannsókn þess.