Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

26. ágúst 2011

Þessi frétt er meira en árs gömul

Snákur haldlagður í Hafnarfirði

Snákur var haldlagður í húsi í Hafnarfirði í gær en dýrið var síðan flutt að Keldum þar sem gerðar voru viðeigandi ráðstafanir. Í húsnæðinu var jafnframt að finna kannabisræktun en lagt var hald á nokkra tugi kannabisplantna, auk græðlinga. Lögregla tók einnig í sína vörslu kannabisefni sem fundust á fleiri stöðum í húsinu, sem og ýmsan búnað sem tengdist kannabisræktuninni.

Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.

Snákurinn sem fannst í Hafnarfirði.