Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

7. júní 2012

Þessi frétt er meira en árs gömul

Snákar haldlagðir

Lögreglan fann tvo kornsnáka við húsleit í íbúð í austurborginni í gær. Í málum sem þessum eru dýrin tekin í vörslu lögreglu og þau síðan flutt á dýraspítala þar sem gerðar eru viðeigandi ráðstafanir. Í íbúðinni var einnig lagt hald á fíkniefni og peninga, sem taldir eru tilkomnir vegna fíkniefnasölu. Karl á þrítugsaldri var handtekinn í þágu rannsóknarinnar.