10. mars 2017
10. mars 2017
Þessi frétt er meira en árs gömul
Slys í Silfru á Þingvöllum
Kl. 15:59 í dag barst útkall til Neyðarlínu vegna manns sem bjargað hafði verið meðvitundarlausum á land úr Silfru á Þingvöllum. Lögregla og sjúkralið ásamt þyrlu LHG voru kölluð til. Maðurinn, sem er erlendur ferðamaður á sjötugsaldri, mun hafa verið að snorkla í gjánni og hafa verið í för með fleiri úr fjölskyldunni í skipulagðri ferð. Verið er að flytja manninn með þyrlu LHG á sjúkrahús í Reykjavík.