Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

23. janúar 2009

Þessi frétt er meira en árs gömul

Slys á fólki

Nokkuð var um að fólk ætti erfitt með að fóta sig í hálkunni í gær, ekki síst eldri borgarar. Tvær fullorðnar konur í Kópavogi duttu í hálkunni um hádegisbil og sú þriðja í Reykjavík en þeim var öllum komið undir læknishendur. Konu á þrítugsaldri skrikaði fótur í Hafnarfirði og var hún flutt á slysadeild og sömu leið fór kona um fertugt sem datt í miðborginni þegar hún steig þar á svellbunka. Í sama hverfi datt karl á sextugsaldri en sá skall með höfuðið í gangstéttina. Maðurinn var fluttur á slysadeild.