Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

8. ágúst 2012

Þessi frétt er meira en árs gömul

Slasaðist í rúllustiga

Erlendur ferðamaður slasaðist þegar hann datt í rúllustiga í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í fyrradag. Maðurinn hrasaði fram fyrir sig í fyrsta þrepi stigans, að því er lögreglumönnum á vettvangi var tjáð, og féll niður með þeim afleiðingum að höfuð hans skall á einu þrepanna. Hann hlaut hlaut tvo skurði á höfði, auk skrámu á sköflungi. Maðurinn var fluttur með sjúkrabíl á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þar sem gert var að sárum hans.