27. janúar 2012
27. janúar 2012
Þessi frétt er meira en árs gömul
Slanga fannst við húsleit
Slanga fannst við húsleit í Reykjavík í gærkvöld en á sama stað var einnig lagt hald á fíkniefni. Húsráðandi, karl á þrítugsaldri, viðurkenndi aðild sína að málinu en þess má geta að lögreglan hefur áður fjarlægt skriðdýr af heimili mannsins. Líkt og áður var dýrið flutt að Keldum þar sem gerðar voru viðeigandi ráðstafanir.