Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

25. nóvember 2020

Þessi frétt er meira en árs gömul

Slæmt veðurútlit

Það er heldur dökkt veðurútlitið fyrir höfuðborgarsvæðið næsta sólarhringinn enda hefur Veðurstofan gefið út gula viðvörun fyrir umdæmið, en hún gildir frá kl. 20 í kvöld og til kl. 2 í nótt. Veðurspáin fyrir höfuðborgarsvæðið er annars svohljóðandi: Vaxandi suðaustanátt og þykknar upp og hlýnar, 13-23 m/s í kvöld, hvassast á Kjalarnesi. Snjókoma eða slydda og síðar rigning, hiti 1 til 5 stig í nótt. Suðvestan 10-15 og úrkomulítið seint í nótt, en suðvestan 15-23 eftir hádegi á morgun með storméljum og kólnar heldur.

Í kvöld og nótt má búast við versnandi færð á götum, einkum í efri byggðum. Íbúar eru jafnframt minntir á að huga sérstaklega að lausamunum og festa þá niður eða koma í skjól, en hér er t.d. átt við garðhúsgögn, grill og trampólín.

Fólk er hvatt til að fylgjast sérstaklega vel með veðurspám, bæði í dag og á morgun.