Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

27. september 2022

Þessi frétt er meira en árs gömul

Skýrsla um málsmeðferðartíma kynferðisbrota

Hinn 19. janúar 2022 skipaði ríkissaksóknari starfshóp um málsmeðferðartíma kynferðisbrota.

Í skipunarbréfi kemur fram að til umræðu hafi verið á vettvangi lögreglustjóra, héraðssaksóknara og ríkissaksóknara að mjög gagnlegt væri að rýna þau kynferðisbrotamál þar sem málsmeðferðartíminn væri langur, skoða hvaða atriði það væru sem helst tefðu meðferð málanna og hvort og þá hvernig unnt væri að breyta og bæta verklag og stytta um leið málsmeðferðartíma.

Ríkissaksóknari taldi rétt að taka einungis til skoðunar brot gegn 194. gr. almennra hegningarlaga, þ.e. nauðgunarbrot, en lét starfshópnum eftir að ákveða til hvaða tímabils rýnivinnan tæki.

Í starfshópinn voru skipuð:

  • Dröfn Kjærnested, aðstoðarsaksóknari hjá Héraðssaksóknara

  • Eyþór Þorbergsson, aðstoðarsaksóknari hjá Lögreglustjóranum á norðurlandi eystra,

  • Guðmundur Sigurðsson, rannsóknarlögreglumaður hjá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum,

  • María Káradóttir, aðstoðarsaksóknari og teymisstjóri hjá Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu

  • Rannveig Þórisdóttir, sviðstjóri hjá Ríkislögreglustjóra

  • Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu

  • Margrét Unnur Rögnvaldsdóttir, saksóknari hjá Ríkissaksóknara, sem jafnframt stýrði starfi hópsins.

Skýrsla um málsmeðferðartíma kynferðisbrota (pdf)