Fara beint í efnið

15. mars 2022

Skylda til að sleppa grásleppu við netaveiðar

Fiskistofa áréttar að skipum sem stunda netaveiðar, aðrar en grásleppuveiðar samkvæmt sérstöku leyfi Fiskistofu, er skylt að sleppa allri grásleppu sem er lifandi í netum þegar þau eru dregin

Fiskistofa logo

Þar sem nokkuð hefur borið á grásleppu í meðafla netabáta undanfarið vill Fiskistofa árétta að skipum sem stunda netaveiðar, aðrar en grásleppuveiðar samkvæmt sérstöku leyfi Fiskistofu, er skylt að sleppa allri grásleppu sem er lifandi í netum þegar þau eru dregin sbr. 3. gr. reglugerðar 468/2013 um nýtingu afla og aukaafurða.