Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

9. júlí 2005

Þessi frétt er meira en árs gömul

Skútu hvolfir í Skötufirði, mannbjörg.

Kl.18:22 í dag fékk lögreglan á Ísafirði tilkynningu frá Neyðarlínunni um að lítilli skútu hafi hvolft í Skötufirði í Ísafjarðardjúpi. Einn maður var um borð og var óttast um afdrif hans. Samferðafólk hans hafði verið að fylgjast með manninum, sem var einsamall á skútunni, sigla á miðjum firðinum, en skyndilega mun hann hafa horfið sjónum þeirra. Samferðamenn sjósettu lítinn bát á fjörðinn, auk þess sem hringt var í Neyðarlínuna.

Björgunarbáturinn Gunnar Friðriksson var sendur á vettvang, auk slöngubáts Björgunarfélags Ísafjarðar. Þá var beðið um aðstoð björgunarmbátsins Gísla Hjalta í Bolungarvík.

Kl.18:50 hafði samferðamönnum skipbrotsmannsins tekist að ná honum um borð í lítinn bát. Ekkert amaði að manninum, sem reyndist vera vel búinn. Björgunarbátum og öðru björgunarliði er stefnt hafði verið á vettvang var snúið við.

Töluverður vindur hefur verið í Skötufirði í dag og sjór úfinn.