28. maí 2008
28. maí 2008
Þessi frétt er meira en árs gömul
Skráningarnúmer fjarlægð af ökutækjum
Að undanförnu hefur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fjarlægt skráningarnúmer ökutækja sem ekki uppfylla ákvæði um skoðun eða eru ótryggð. Eftirlitinu verður framhaldið enda er töluvert um ótryggð og óskoðuð ökutæki í umdæminu. Lögreglan hvetur jafnframt eigendur og umráðamenn þeirra til að gera þar bragarbót á svo ekki þurfi að koma til fyrrnefndra aðgerða.
Í gær voru skráningarnúmer fjarlægð af nálægt tuttugum ökutækjum af áðurgreindum ástæðum.