18. mars 2013
18. mars 2013
Þessi frétt er meira en árs gömul
Skráningarnúmer fjarlægð af 70 ökutækjum
Um helgina voru skráningarnúmer fjarlægð af sjötíu ökutækjum víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu, en þau voru ýmist ótryggð eða óskoðuð og jafnvel hvorutveggja. Mjög mikið er um ótryggð og óskoðuð ökutæki í umdæminu en lögreglan hvetur eigendur og umráðamenn þeirra til að gera þar bragarbót á. Lögreglan heldur eftirlitinu áfram og hvetur ökumenn til að passa upp á þetta svo ekki þurfi að koma til fyrrnefndra aðgerða.