22. júní 2006
22. júní 2006
Þessi frétt er meira en árs gömul
Skotvopni beitt – framhald tilkynningar frá 21.06.2006.
Í tengslum við rannsókn á skotárás í Vallarhverfi í fyrrinótt voru átta einstaklingar handteknir af lögreglu í gærkvöldi og nótt. Fimm þeirra hefur verið sleppt eftir yfirheyrslur en þrír gista enn fangageymslur lögreglu. Þeir verða yfirheyrðir síðar í dag. Rannsókn málsins miðar vel.