Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

25. desember 2023

Þessi frétt er meira en árs gömul

Skotum hleypt af inni í íbúð

Lögregla hefur nú til rannsóknar mál frá því í gærkvöldi þar sem tveir menn komu inn í íbúð í Hafnarfirði og hleyptu af skotum. Heimilisfólk var á staðnum en enginn slasaðist. Lögregla vopnaðist og var með mikinn viðbúnað. Rannsókn málsins er í fullum gangi.

Ekki verða frekari upplýsingar gefnar að svo stöddu.