29. nóvember 2011
29. nóvember 2011
Þessi frétt er meira en árs gömul
Skotárás – þriðji maðurinn í gæsluvarðhald
Karl um þrítugt hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 8. desember í tengslum við rannsókn lögreglunnar á skotárás í austurborginni föstudaginn 18. nóvember sl. Maðurinn var handtekinn í gær en við það naut lögreglan aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra.
Tveir aðrir menn hafa setið í gæsluvarðhaldi vegna skotárásarinnar. Annar þeirra er reyndar laus úr haldi lögreglu en maðurinn er þó áfram í fangelsi. Sá hóf í síðustu viku afplánun vegna eldri brota.