22. nóvember 2011
22. nóvember 2011
Þessi frétt er meira en árs gömul
Skotárás – skotvopnið ófundið
Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á skotárás í austurborginni sl. föstudagskvöld miðar ágætlega. Tveir karlar á þrítugsaldri sitja í gæsluvarðhaldi í tengslum við málið. Bíll mannanna var haldlagður en í honum fannst stór kylfa, ekki ósvipuð óeirðakylfum, en skotvopnið er hins vegar ófundið. Þriðji maðurinn var jafnframt handtekinn í gær en sá er innan við tvítugt. Honum var sleppt úr haldi eftir yfirheyrslur.