Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

8. desember 2011

Þessi frétt er meira en árs gömul

Skotárás – gæsluvarðhald til 22. desember

Þrír karlar hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við rannsókn hennar á skotárás í austurborginni föstudaginn 18. nóvember sl. Tveimur þeirra er gert að sitja áfram í gæsluvarðhaldi til 22. desember og einum til 16. desember. Einn karl til viðbótar hefur sömuleiðis verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 22. desember en sá var handtekinn í gær. Fjórmenningarnir eru á þrítugs- og fertugsaldri.