25. nóvember 2011
25. nóvember 2011
Þessi frétt er meira en árs gömul
Skotárás – annar mannanna í afplánun
Karl á þrítugsaldri, sem var handtekinn í tengslum við rannsókn á skotárás í síðustu viku og úrskurðaður í gæsluvarðhald til 25. nóvember, er laus úr haldi lögreglu. Maðurinn er þó áfram í fangelsi því hann hefur hafið afplánun vegna annarra mála. Karl á svipuðum aldri er hins vegar áfram í haldi lögreglu vegna skotárásarinnar en sá var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 2. desember.