Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

23. ágúst 2021

Þessi frétt er meira en árs gömul

Skólarnir eru að byrja -förum varlega

Skólasetning er í grunnskólum víðast hvar á höfuðborgarsvæðinu í dag og kennsla samkvæmt stundaskrá mun hefjast á morgun. Þá munu margir ungir skólanemar stíga sín fyrstu spor á menntabrautinni. Við viljum beina því til foreldra eða forráðamanna að fylgja ungunum sínum fyrstu dagana í skólann sé því viðkomið, kynna fyrir þeim bestu og öruggustu leiðina í skólann sinn, brýna fyrir þeim að nota merktar gangbrautir, fræða þau um helstu umferðarreglurnar og hugsanlegar hættur á leiðinni. Síðast en ekki síst viljum við minna ökumenn að vera vel vakandi og taka vel á móti þessum nýju ungu vegfarendum.