Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

29. mars 2019

Þessi frétt er meira en árs gömul

Skipunarbréf afhent

Það er ávallt ánægjuleg stund þegar lögreglumönnum hjá embættinu eru afhent skipunarbréf, en venjan er að gera það við hátíðlega athöfn á lögreglustöðinni á Hverfisgötu í Reykjavík. Að þessu sinni var athöfnin nokkuð söguleg því í hinum glæsilega hópi voru lögreglumenn sem útskrifuðust í lögreglufræðum frá Háskólanum á Akureyri. Til hamingju öllsömul.