14. mars 2012
14. mars 2012
Þessi frétt er meira en árs gömul
Skipulögð brotastarfsemi – sex í haldi
Sex karlar eru í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við rannsókn hennar á skipulagðri brotastarfsemi. Fjórir þeirra voru handteknir í morgun og verður lögð fram krafa um gæsluvarðhald yfir þeim á morgun. Hinir tveir voru handteknir í dag en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort einnig verði krafist gæsluvarðhalds yfir þeim. Kona sem var sömuleiðis handtekin í þágu rannsóknarinnar í morgun er hins vegar laus úr haldi lögreglu.
Eins og fram hefur komið framkvæmdi lögreglan í morgun átta húsleitir á heimilum og í fyrirtækjum í tengslum við rannsókn hennar á skipulagðri brotastarfsemi. Þá voru fimm handteknir og lagt var hald á meint þýfi og fíkniefni. Rannsóknin snýr að líkamsmeiðingum, hótunum, innbrotum og þjófnuðum.