Fara beint í efnið

10. júní 2024

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Ölfuss vegna efnistökusvæðis við Litla-Sandfell

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Ölfuss vegna efnistökusvæðis við Litla-Sandfell

Skipulagsstofnun staðfesti 5. júní 2024 breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Ölfuss 2020-2036 sem samþykkt var í bæjarráði 4. apríl 2024.

Í breytingunni felst stækkun á efnistökusvæði E4 við Litla-Sandfell úr 24,5 ha í 40 ha. Aukning heildar efnistöku fer úr 10.000.000 m3 í 18.000.000 m3. Efnistaka á ári verður allt að 625.000 m3.

Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga.

Hægt er að nálgast aðalskipulagsbreytinguna í Skipulagsgátt og á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.