Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

5. júní 2024

Þessi frétt er meira en árs gömul

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Rangárþings eystra vegna Vestmannaeyjalínu 4 og 5

Skipulagsstofnun staðfesti 5. júní 2024 breytingu á Aðalskipulagi Rangárþings eystra 2020-2032 sem samþykkt var í sveitarstjórn 21. mars 2024.

Aðalskipulagsbreytingin snýr að stefnumörkun um lagningu tveggja jarðstrengja frá tengivirki í Rimakoti til sjávar og áfram til Vestmannaeyja.

Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hægt er að nálgast aðalskipulagsbreytinguna í Skipulagsgátt og á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.