Fara beint í efnið

6. september 2024

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Fjarðabyggðar vegna tjaldsvæðis á Stöðvarfirði

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Fjarðabyggðar vegna tjaldsvæðis á Stöðvarfirði

Skipulagsstofnun staðfesti 5. september 2024 óverulega breytingu á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2020-2040 sem samþykkt var í sveitarstjórn 2. maí 2024.

Í breytingunni felst að afþreyingar- og ferðamannasvæði AF-500 á Stöðvarfirði er fært austur fyrir íbúðarbyggð ÍB-505 og minnkað í um 0,2 ha. Opið svæði OP-502 stækkar sem því nemur og OP-500 minnkar.

Málsmeðferð var samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga .

Hægt er að nálgast aðalskipulagsbreytinguna í Skipulagsgátt og á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.