15. nóvember 2022
15. nóvember 2022
Skiptimarkaður með aflamark opnar í dag
Skiptimarkaður með aflamark er opinn frá 15- 22 nóvember.
Skiptimarkaður opnar í dag fyrir tilboð í skipti á aflamarki. Skiptimarkaðurinn opnar í dag 15. nóvember 2022 kl. 13 en lokar þriðjudaginn 22. nóvember 2022 kl 14.
Við mat á tilboðum er stuðst við meðalverð aflamarks síðasta mánaðar sem er fyrir þorsk 408,41 kr/kg. Hægt er að gera tilboð í neðangreindar tegundir fyrir aflamark í þorski
Tegund | ÞÍG | Magn |
Loðna | 0,11 | 7.378 tonn |
Úthafsrækja | 0,83 | 266.166 kg |
Arnarfjarðarrækja | 0,8 | 12.826 kg |
Rækja í Djúpi | 0,8 | 27.719 kg |
Sæbjúga Bf D | 0,2 | 2.385 kg |
Breiðasundsskel | 0,39 | 3.286 kg |
Hvammsfjarðarskel | 0,39 | 1.643 kg |
Tilboð er sent í gegnum UGGA. Tilboðsmarkaðinn má finna undir Umsóknir/Þjónusta. Staðfesting er send sjálfkrafa um móttöku tilboðs. Umsækjendur geta afturkallað/hætt við tilboð en tekið er fram að afturköllun á tilboði eftir tilboðsfrest er óheimil.
Ekki er gerð krafa um lágmarkstilboð.
Hver úthlutun aflaheimilda kostar 12.900 kr. samkvæmt gjaldskrá Fiskistofu.
Vinsamlega kynnið ykkur reglugerð um skiptimarkað.