23. október 2025
23. október 2025
Skert starfsemi vegna kvennaverkfalls 24. október nk.
Fjölmörg samtök launafólks, kvenna og hinsegin fólks hafa boðað til kvennaverkfalls föstudaginn 24. október en þann dag eru 50 ár frá fyrsta Kvennaverkfallinu, þegar konur á Íslandi stöðvuðu samfélagið.

Fjölmörg samtök launafólks, kvenna og hinsegin fólks hafa boðað til kvennaverkfalls föstudaginn 24. október en þann dag eru 50 ár frá fyrsta Kvennaverkfallinu, þegar konur á Íslandi stöðvuðu samfélagið.
Konur og kvár eru mikill meirihluti af dýrmætum mannauði Heilbrigðisstofnunar Norðurlands. Gera má því ráð fyrir lágmarksstarfsemi þennan þegar líða fer á daginn vegna boðaðs verkfalls kvenna og kvára. Nauðsynlegri grunnþjónustu verður sinnt og heilsu og öryggi skjólstæðinga verður ekki stefnt í hættu. Verkefnum sem ekki eru metin bráð verður ekki sinnt þennan dag.
Ekki verður dregið af launum starfsfólks sem taka þátt í samstöðufundum.
Jafnrétti fyrir öll!