22. júlí 2009
22. júlí 2009
Þessi frétt er meira en árs gömul
Skemmdarverk í Reykjavík
Karl um þrítugt var handtekinn í Hlíðunum í gær en þar hafði hann brotið tvær rúður í fjölbýlishúsi. Maðurinn var fluttur á lögreglustöð en ekki er vitað hvað honum gekk til. Rúða var sömuleiðis brotin hjá fyrirtæki í miðborginni en skemmdarvargurinn er ófundinn. Rúða var líka brotin í bíl í Breiðholti og þá voru unnar skemmdir á tveimur bílum, öðrum í Grafarvogi en hinum í vesturbæ borgarinnar.