7. júlí 2010
7. júlí 2010
Þessi frétt er meira en árs gömul
Skemmdarverk á höfuðborgarsvæðinu
Nokkrar tilkynningar um skemmdarverk bárust lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gær. Rúða var brotin í verslun í Hlíðunum en vitað er hver gerandinn er því sá hinn sami mun hafi komið aftur á vettvang með félögum sínum til að dást að afrekinu. Rúða í verslun í miðborginni var líka fyrir barðinu á skemmdarvörgum og í sama hverfi var tilkynnt um veggjakrot og fleira miður skemmtilegt í fjölbýlishúsi. Böndin beindust að einum aðila en talið er að skemmdarverkin tengist nágrannaerjum. Þá voru unnar skemmdir á strætisvagnaskýli í Hafnarfirði en lögregla telur sig vita hver var þar að verki.