Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

23. janúar 2008

Þessi frétt er meira en árs gömul

Skaðsemi amfetamíns

Fyrirlestur um skaðsemi amfetamíns var haldinn á lögreglustöðinni við Hverfisgötu. Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, flutti erindi um fíknina sem slíka og þá geðrænu kvilla sem hljótast af neyslunni. Hann fór einnig yfir sögu amfetamíns og þróun neyslu þess í hinum vestræna heimi sem og lífeðlisfræðilegar afleiðingar af ofneyslu. Fyrirlesturinn var vel sóttur en um 40 starfsmenn embættisins hlýddu á erindið.

Þess má geta að LRH og SÁÁ hafa gert með sér samkomulag um aukna samvinnu en í því felst m.a. að lögreglan hefur greiðan aðgang fyrir einstaklinga með bráðan áfengis- og vímuefnavanda inn í meðferð og afeitrun. Í samkomulaginu er einnig gert ráð fyrir samstarfi í fræðslu og forvarnarmálum.

Á meðfylgjandi mynd eru Þórarinn Tyrfingsson og Karl Steinar Valsson, yfirmaður fíkniefnadeildar LRH.