Fara beint í efnið

21. janúar 2022

Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) auglýsa eftir hjúkrunarfræðingum

Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) auglýsa eftir hjúkrunarfræðingum til viðræðna um verktakasamning um aðstoð við hjúkrun á deild L1 Landakots í tengslum við yfirstandandi covid faraldur.

Sjúkratryggingar lógó

Um er að ræða tímabundinn samning eftir nánara samkomulagi. 

Eftirfarandi kröfur eru gerðar:

  • Íslenskt hjúkrunarleyfi

  • Reynsla af öldrunarhjúkrun er kostur

  • Jákvætt viðhorf og góðir samskiptahæfileikar

  • Faglegur metnaður, frumkvæði í starfi og sjálfstæði í vinnubrögðum

  • Áhugi á hjúkrun aldraðra

  • Hæfni og geta til að starfa í teymi

  • Góð íslenskukunnátta

  • Um er að ræða tímabundinn verktakasamning til skemmri tíma skv. nánar samkomulagi við viðkomandi.

Áhugasamir aðilar eru beðnir um að senda tölvupóst á netfangið innkaup@sjukra.is með afriti af starfsleyfi. Fyrirspurnir vegna auglýsingarinnar má jafnframt senda á sama netfang.

Frestur til að lýsa yfir áhuga til viðræðna er til og með 25. janúar nk.