21. janúar 2022
21. janúar 2022
Þessi frétt er meira en árs gömul
Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) auglýsa eftir hjúkrunarfræðingum
Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) auglýsa eftir hjúkrunarfræðingum til viðræðna um verktakasamning um aðstoð við hjúkrun á deild L1 Landakots í tengslum við yfirstandandi covid faraldur.

Um er að ræða tímabundinn samning eftir nánara samkomulagi.
Eftirfarandi kröfur eru gerðar:
Íslenskt hjúkrunarleyfi
Reynsla af öldrunarhjúkrun er kostur
Jákvætt viðhorf og góðir samskiptahæfileikar
Faglegur metnaður, frumkvæði í starfi og sjálfstæði í vinnubrögðum
Áhugi á hjúkrun aldraðra
Hæfni og geta til að starfa í teymi
Góð íslenskukunnátta
Um er að ræða tímabundinn verktakasamning til skemmri tíma skv. nánar samkomulagi við viðkomandi.
Áhugasamir aðilar eru beðnir um að senda tölvupóst á netfangið innkaup@sjukra.is með afriti af starfsleyfi. Fyrirspurnir vegna auglýsingarinnar má jafnframt senda á sama netfang.
Frestur til að lýsa yfir áhuga til viðræðna er til og með 25. janúar nk.