16. mars 2010
16. mars 2010
Þessi frétt er meira en árs gömul
Sjö teknir fyrir ölvunarakstur
Sjö ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Fjórir voru stöðvaðir í Reykjavík og einn í Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði en sá á síðasttalda staðnum var á stolnum bíl. Fimm voru teknir á laugardag og tveir á sunnudag. Þetta voru sex karlar á aldrinum 19-46 ára og ein kona, 18 ára. Einn þessara ökumanna hafði þegar verið sviptir ökuleyfi og annar hefur aldrei öðlast ökuréttindi.