Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

8. ágúst 2011

Þessi frétt er meira en árs gömul

Sjö teknir fyrir ölvunarakstur

Sjö ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Fimm þeirra voru stöðvaðir í Reykjavík og einn í Kópavogi og Hafnarfirði. Þrír voru teknir á laugardag og fjórir á sunnudag. Þetta voru fjórir karlar á aldrinum 17-48 ára og þrjár konur, 20-63 ára. Einn þessara ökumanna hafði þegar verið sviptur ökuleyfi.