Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

30. janúar 2015

Þessi frétt er meira en árs gömul

Sjö kærðir fyrir of hraðan akstur

Sjö ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni. Öll brotin áttu sér stað á Reykjanesbraut. Sá sem hraðast ók mældist á 128 kílómetra hraða. Þá voru nokkrir ökumenn staðnir að öðrum umferðalagabrotum, svo sem að nota ekki bílbelti, tala í síma án handfrjálss búnaðar og sviptingarakstri.