15. febrúar 2011
15. febrúar 2011
Þessi frétt er meira en árs gömul
Sjálfvirkt umferðareftirlit – stafrænar hraðamyndavélar 2010
Alls voru skráð 22.322 hraðakstursbrot með stafrænum hraðamyndavélum á árinu 2010 en þetta er nokkuð svipaður fjöldi og árið á undan. Þetta gerir að meðaltali 61 hraðakstursbrot á hverjum degi allt síðasta ár. Flest brotin áttu sér stað á Suðurlandvegi en þar eru staðsettar tvær hraðamyndavélar milli Hveragerðis og Selfoss.
Sá sem mældist á mestum hraða var á 199 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km/klst. Þetta brot var myndað á Suðurlandsvegi og var ökumaðurinn tvítugur karlmaður. Stafrænar hraðamyndavélar eru meðal annars í Hvalfjarðar- og Fáskrúðsfjarðargöngum en ökumenn keyra hlutfallslega hraðar um Fáskrúðsfjarðargöng en Hvalfjarðargöng.
Skýrsluna má nálgast hér.