10. maí 2021
10. maí 2021
Sjálfvirkar vélþýðingar
Markmiðið með verkefninu var að þýða allt efni sem var inni á Ísland.is yfir á ensku á eins skilvirkan hátt og kostur er.
Aðeins um verkefnið
Eftir rannsóknarvinnu var ákveðið að fara í samstarf með Miðeind og nota þýðingarlíkan sem þau hafa verið að þróa og nota það til að þýða, með sjálfvirkum hætti, stakar greinar fyrir vefinn.
Í framhaldi verkefnisins var ákveðið að senda einnig leiðréttar þýðingar tilbaka á Miðeind með það í huga að þróa áfram þeirra líkan.
Áskorunin fólst aðallega í því að lítil reynsla var komin á notkun líkansins og því var verkefnateymið að feta nokkuð ókunnar slóðir. Einnig var þörf á að útfæra virkni ofan á kerfi sem nú þegar var í notkun þ.e. vefumsjónarkerfi og láta þetta tvennt spila vel saman.
Ávinningurinn felst í því að þýðendur fá vélþýddan texta sem þeir geta svo stuðst við þegar kemur að því að þýða efni, innan sama umhverfis. Þetta getur sparað mikla vinnu og tíma fyrir þýðendur. Lokaniðurstaða þýðingar er svo send til baka til þess betrumbæta hraða og gæði vélrænu þýðinganna.
Verkefnið er unnið af þróunarteymunum Parallel ráðgjöf, Kosmos & Kaos og Miðeind í samstarfi við Stafrænt Ísland.