23. apríl 2012
23. apríl 2012
Þessi frétt er meira en árs gömul
Sex óku undir áhrifum fíkniefna
Um helgina voru sex ökumenn teknir í Reykjavík fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna en þeir voru allir stöðvaðir á laugardag. Þetta voru allt karlar en þeir eru á aldrinum 20-35 ára. Þrír þeirra voru með fíkniefni í fórum sínum og sá fjórði hafði þegar verið sviptur ökuleyfi.