Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

8. júní 2017

Þessi frétt er meira en árs gömul

Sex í gæsluvarðhaldi

Sex manns voru í dag í héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðuð í gæsluvarðhald að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Fimm voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 23. júní og einn til 16. júní. Fólkið er grunað um aðild að aðför að manni sem leiddi til dauða hans, líkt og fram hefur komið.

Rannsóknin málsins, sem er mjög umfangsmikil, er í algjörum forgangi hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.