Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

1. október 2007

Þessi frétt er meira en árs gömul

Sex handteknir í samkvæmi á Seltjarnarnesi

Sex voru handteknir þegar samkvæmi á Seltjarnarnesi fór úr böndunum á laugardagskvöld. Lögregla var tvívegis kölluð á sama staðinn af nágrönnum sem fengu ekki svefnfrið. Fyrst voru þrír handteknir en það dugði skammt og í seinna skiptið voru þrír til viðbótar handteknir. Að því loknu var öllum öðrum gestum vísað úr samkvæminu og af svæðinu. Húsráðandi var í hópi hinna handteknu en fólkið er á aldrinum 16-22 ára.