Fara beint í efnið

7. júlí 2022

Sex einstaklingar hafa greinst með apabólu á Íslandi.

Alls hafa nú sex einstaklingar greinst með apabólu á Íslandi. Allir eru karlmenn á miðjum aldri og eru smit allra, nema tveggja, rakin til útlanda. Enginn er alvarlega veikur og enginn hefur þurft að leggjast inn á sjúkrahús.

Landlæknir logo

Alls hafa nú sex einstaklingar greinst með apabólu á Íslandi. Allir eru karlmenn á miðjum aldri og eru smit allra, nema tveggja, rakin til útlanda. Enginn er alvarlega veikur og enginn hefur þurft að leggjast inn á sjúkrahús.

Apabóla er enn í töluverðri útbreiðslu víða um heim og nú hafa um 6.000 manns greinst í rúmlega 30 löndum. Flestir sem greinast eru karlmenn á miðjum aldri og flestir hafa smitast með kynmökum. Alvarleg veikindi eru fátíð.

Enn er beðið eftir að bóluefni gegn apabólu berist til landsins en von er á því á næstu vikum. Ekki hefur verið ákveðið endanlega hvernig bóluefnið verður notað en líklega verður það í boði fyrir einstaklinga í áhættuhópum og þá sem taldir eru geta veikst alvarlega eftir að hafa verið útsettir.

Sömuleiðis hafa veirulyf gegn apabólu ekki enn borist og ekki er vitað hvenær von er á þeim.

Sóttvarnalæknir