Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

23. desember 2013

Þessi frétt er meira en árs gömul

Sérstakt umferðareftirlit yfir hátíðarnar

Ríkislögreglustjóri stendur í samvinnu við lögreglustjórana á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og á Selfossi fyrir sérstöku umferðareftirliti yfir hátíðirnar. Markmið eftirlitsins er að vekja athygli á þeirri hættu sem stafar af ölvunar- og fíkniefnaakstri og hvetja fólk til almennrar varkárni í umferðinni. Mikilvægt er að stöðva akstur ökumanna sem hafa neitt áfengis og fíkniefna sem er ein helsta orsök alvarlegra umferðarslysa. Lögð er áhersla á sýnilegt eftirlit og mega ökumenn á þessu svæði búast við að verða stöðvaðir vegna þess.