22. október 2024
22. október 2024
Sérfræðingur í landfræðilegum gagnagrunnum óskast til starfa
Land og skógur leitar að öflugu starfsfólki til að vinna að uppbyggingu og vernd gróðurauðlinda á Íslandi með landgræðslu, nýskógrækt og friðun skóga til að efla hagrænan, umhverfislegan og samfélagslegan ávinning af sjálfbærri landnýtingu. Nú leitum við að sérfræðingi sem vinnur með landfræðileg gögn og gagnagrunna, auk landfræðilegra greininga. Umsóknarfrestur er til og með 28. október.
Helstu verkefni og ábyrgð
Vinna við þróun og uppbyggingu á landupplýsingakerfum og ferlum innan LOGS.
Samþætting/stöðlun gagnasetta Lands og skógar.
Gæðaeftirlit með gögnum stofnunarinnar ásamt skráningu á ferlum.
Gagnaskráning og vinnsla.
Skjölun gagnasetta og ferla.
Greining á gögnum.
Tilfallandi verkefni innan landupplýsingateymis.
Hæfniskröfur
B.Sc.-próf sem nýtist í starfi. Meistarapróf er kostur.
Þekking á uppbyggingu gagnagrunna og gagnagrunnsvinnslu.
Þekking og færni í notkun ESRI-hugbúnaðar.
Reynsla af greiningu landfræðilegra gagna.
Þekking á gagnastöðlum.
Þekking á afritun og vistun gagna.
Þekking á skýjalausnum og gagnavistun.
Gott vald á ensku og íslensku.
Persónubundnir þættir
Frumkvæði og geta til að vinna sjálfstætt.
Lausnamiðuð hugsun.
Geta til að koma upplýsingum og gögnum á framfæri á skýran hátt.
Skilvirkt samstarf við samstarfsfólk og stofnanir.
Góðir samskiptahæfileikar og reynsla af því að vinna sem hluti af hóp.
Góðir skipulagshæfileikar og sveigjanleiki.
Gott að hafa
Þekking á vinnslu flygildagagna.
Þekking á fjarkönnun.
Sótt er um starfið á Starfatorgi.
Um Land og skóg
Land og skógur er þekkingarstofnun á sviði gróður- og jarðvegsauðlinda og gegnir mikilvægu rannsókna-, eftirlits-, og fræðsluhlutverki við að vernda, endurheimta og bæta þessar auðlindir Íslands með uppgræðslu lands, ræktun nýrra skóga og með því að stuðla að sjálfbærri landnýtingu.
Land og skógur er með starfstöðvar í öllum landshlutum. Markmið Lands og skógar er að vera eftirsóttur vinnustaður fyrir starfsfólk með fjölbreytta menntun og bakgrunn. Þar er starfsfólki búin góð vinnuaðstaða, greiður aðgangur að upplýsingum og fjölbreyttir möguleikar á símenntun sem stuðli að starfsþróun og verðmætasköpun innan Lands og skógar og alls landgræðslu- og skógræktargeirans.
Land og skógur hefur hlotið jafnlaunavottun, innleitt styttingu vinnuvikunnar og Græn skref í ríkisrekstri. Þá hefur stofnunin sett sér umhverfis- og loftslagsáætlun með tímasettum markmiðum ásamt áætlunum um réttindi, vernd og ábyrgð starfsfólks, s.s. áætlanir um áreitni og einelti ásamt viðbrögðum við slíku.
Launakjör eru samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Starfshlutfall er 100% og starfið hentar öllum kynjum.
Starfið er auglýst án staðsetningar.
Umsóknarfrestur er til og með 28. október 2024
Sótt er um starfið á Starfatorgi.
Nánari upplýsingar veitir
Björn Traustason, Bjorn.Traustason@landogskogur.isSími: 8635169