Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

5. maí 2021

Þessi frétt er meira en árs gömul

Sektað fyrir nagladekk frá og með 11. maí

Þessa dagana er mikið spurt um það hvenær lögreglan muni grípa til aðgerða gegn þeim bifreiðum sem eru með nagladekk á höfuðborgarsvæðinu. Því er til að svara að ökumenn þessara bifreiða mega búast við afskiptum lögreglu vegna þessa frá og með nk. þriðjudegi, eða 11. maí. Rétt er að minna á að sekt fyrir hvert nagladekk hækkaði úr 5 í 20 þúsund fyrir þremur árum og því getur sektin numið alls 80 þúsund.